Samið um vopnahlé

Hátt settir palestínskir embættismenn segja að samkomulag hafi náðst milli ísraelskra stjórnvalda og Hamas-hreyfingarinnar á Gaza um vopnahlé. Egyptar komu að því að miðla málum og fram kemur á vef BBC að um langtímasamkomulag sé að ræða.

Moussa Abu Marzouk, aðalsamningamaður Hamas, segir að samkomulagið muni binda enda á átökin sem hafa staðið yfir í sjö vikur, en yfir 2.200 hafa látist. Marzouk segir að fljótlega verði tilkynnt um samkomulagið með formlegum hætti.

Palestínumenn segja að Ísraelar hafi samþykkt að draga úr lokunum á Gaza og byrja að hleypa hjálpargögnum og byggingarefni inn á svæðið.

Ekki hafa borist viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum. 

Átökin hafa staðið yfir í um tvo mánuði og kostað …
Átökin hafa staðið yfir í um tvo mánuði og kostað mörg mannslíf, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem hafa látist eða særst eru Palestínumenn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert