Dæmdir fyrir þátttöku í nektarleikum

Á myndskeiðinu mátti meðal annars sjá konu sitja á „hestbaki“ …
Á myndskeiðinu mátti meðal annars sjá konu sitja á „hestbaki“ á karlmanni. AFP

Sex karlmenn hafa verið dæmdir í eins mánaðar fangelsi í Malasíu í morgun. Mennirnir tóku allir þátt í nektaríþróttaleikum í maí á þessu ári. Mennirnir þurfa þar að auki allir að greiða sekt, 175 þúsund krónur.

Fjórir aðrir, þrjár konur og einn karlmaður sem einnig tóku þátt í leikunum, voru látin laus gegn tryggingu. Enn er leitað að fimm öðrum sem talið er að hafi tekið þátt.

Málið vakti mikla hneysklun í Malasíu þegar myndskeið frá atburðinum, Nektaríþróttaleikunum 2014, birtist fyrst á samfélagsmiðlum fyrr á þessu ári. Á myndskeiðinu mátti sjá þátttakendur leikanna skemmta sér á strönd  í maí síðastliðnum og eru þeir allir naktir.

Meðal annars mátti sjá  konu sitja á „hestbaki“ á karlmanni á meðan önnur skríður yfir þrjá karlmenn sem liggja hver upp við annan í sandinum.

Atburðurinn var harðlega fordæmdur af múslimum í landinu.

Handtekin vegna nektaríþróttaleika. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert