Óttaðist oft um líf sitt

Frá Rotherham í Bretlandi.
Frá Rotherham í Bretlandi. Google Maps

„Ég var nýorðin 14 ára og hann var 25 ára.“ Þetta segir Jessica, ung kona sem var ítrekað nauðgað í bænum Rotherham í Bretlandi. Hún er ein af rúmlega 1.400 ungmennum sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi á árunum 1997 til 2013.

Hún ræðir við breska ríkisútvarpið, BBC, um „samband“ sitt við mann, ellefu árum eldri en hann, sem beitti hana kynferðislegu ofbeldi. 

„Ég var kjánalegur unglingur, ég hélt að við myndum gifta okkur og eignast börn. Eignast fjölskyldu og festa rætur. Þetta [ofbeldið] varð svo eðlilegt, ég veit að það hljómar mjög sérkennilega. Þú verður vanur þessu, þetta verður eðlilegt, hluti af hinu daglega lífi,“ segir Jessica í samtali við, BBC.

En óttaðist Jessica einhverntíma um líf sitt? „Já, það voru mörg tilvik og oft langaði mig að fremja sjálfsmorð.“ Hún segist hafa farið til lögreglu þegar hún var 16 ára en vildi lögregla ekkert gera í máli hennar. „Ég mun aldrei gleyma þessu,“ segir Jessica telur sig hafa verið svikna af lögreglu, yfirvöldum og kerfinu öllu í Rotherham. Hún hvetur aðrar ungar stúlkur til að stíga fram og segja sögu sína.

Svo virðist sem flestir gerendurnir séu frá Pakistan. Börnin sem voru misnotuð áttu mörg undir högg að sækja í samfélaginu og voru jafnvel í umsjá félagsmálayfirvalda.

Nauðgað vikulega í þrjú ár. 

Brotið kynferðislega gegn 1.400 börnum árum saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert