Ríki íslam undirbjó hryðjuverk í Noregi

Í júlí var greint frá mögulegri hryðjuverkaógn í Noregi og …
Í júlí var greint frá mögulegri hryðjuverkaógn í Noregi og var gripið til fjölmargra öryggisráðstafana vegna hættunnar. AFP

Fjórir hryðjuverkamenn, liðsmenn Ríki íslam voru á leið til Noregs og var ætlun þeirra að fremja  hryðjuverk, samkvæmt frétt norska dagblaðsins Dagbladet.

Samkvæmt frétt blaðsins hefur þetta fengist staðfest hjá fjölmörgum heimildarmönnum og var hryðjuverkaógnin tekin mjög alvarlega. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði meiriháttar árás í Noregi verið skipulögð í lok júlí. Leyniþjónustur og öryggislögregla í nokkrum ríkjum Evrópu unnu saman að rannsókn málsins. Enn liggur ekki fyrir hvar nákvæmlega þeir ætluðu að fremja hryðjuverkin en leyniþjónustur höfðu persónuupplýsingar um fjórmenningana sem ætluðu til Noregs.

Í júlí var greint frá mögulegri hryðjuverkaógn í Noregi og var gripið til fjölmargra öryggisráðstafana vegna hættunnar. 

Dagbladet

Í júlí var greint frá mögulegri hryðjuverkaógn í Noregi og …
Í júlí var greint frá mögulegri hryðjuverkaógn í Noregi og var gripið til fjölmargra öryggisráðstafana vegna hættunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert