Yfir 1500 fórnarlömb ebólu

Yfir fimmtán hundruð eru látnir úr ebólu og óttast er að yfir 20 þúsund geti smitast áður en það tekst að ná böndum yfir faraldurinn. Heilbrigðisráðherrar ríkja þar sem ebólusmit hafa komið upp eru nú á fundi í höfuðborg Gana, Accra, að ræða næstu skref í baráttunni við smitsjúkdóminn sem er eins og eldur í sinu í vesturhluta Afríku.

Stjórnvöld í Nígeríu hafa greint frá því að staðfest sé að ebólan er komin til olíusvæða landsins og urðu því vonir manna um að tekist hafi að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins utan stærstu borgar landsins, Lagos.

Bresku samtökin Wellcome Trust og lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hafa lýst því yfir að prófanir á mögulegu bóluefni við sjúkdómnum geti hafist í næsta mánuði.

Fyrir tveimur dögum voru 1.552 látnir úr vírusnum í fjórum löndum: Síerra Leone, Líberíu, Gíneu og Nígeríu. Alls hafa 3.062 smitast samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Stofnunin varar við því að allt að 20 þúsund manns geti smitast af sjúkdómnum á næstu mánuðum.

Upplýsingar um ebólu á vef landlæknis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka