Adrenalínsfíklar stökkva af fjöllum

Hópur adrenalínsfíkla í vængbúningum hefur orðið algeng sjón í Ölpunum þar sem karlar og konur kasta sér fram af fjöllum í sérstökum vængbúningum. Íþróttin er mikið stunduð í Sviss og er mjög hættuleg en markmið hennar er að komast sem næst jörðu.

Einstaklingarnir klæða sig í sérstaka vængbúninga og nota vængi búningsins til þess að ýta sér áfram og ná þannig sem mestum hraða í fluginu. Ná þeir allt að 200 kílómetra hraða innan nokkurra sekúndna og er fluginu því yfirleitt lokið á innan við mínútu. Markmiðið er að komast eins nærri jörðu og mögulegt er.

Geraldine Fasnacht var fyrst til þess að stökkva af Matterhorn í Sviss sem er 4.500 metra hátt fjall. Hún segir íþróttina vera stórkostlega og það fari mikil vinna í undirbúning og æfingar.

Hópurinn hefur vakið athygli víða með hjálp netsins en stökkin eru um þrjátíu talsins á dag og eru flest tekin upp. Þá þykir eflaust mörgum áhorfendum spennandi að fylgjast með ofurhugunum stökkva fram af.

Íþróttin er þó mjög hættuleg og eru dæmi til um að fólk hafi látist af meiðslum sínum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert