Frakki fyrstur í ofurhlaupi

Franski ofurhlauparinn François D'Haene endurtók leikinn frá því fyrir tveimur árum er hann fór með sigur af hólmi í einu erfiðasta hlaupi heims, Ultra-Trail du Mont-Blanc, á föstudag.

Þetta er í tólfta skiptið sem keppnin fer fram en hlaupaleiðin er 168 km löng. Það tók D'Haene rúmar tuttugu klukkustundir að ljúka hlaupinu (20:11:40) en Spánverjarnir Tofol Castaner Bernat og Iker Karrera Aranburu höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar í ár. 

François D'Haene er fæddur á aðfangadag 1985 í Lille. Hann hefur tekið þátt í mörgum af helstu ofurhlaupum heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert