Meirihlutinn vill sjálfstæði

Mynd/AFP

Nýjasta skoðanakönnunin sem gerð hefur verið í Skotlandi, sýnir að meirihluti Skota vilji nú sjálfstæði frá bresku krúnunni. Er þetta í fyrsta skiptið sem meirihluti mælist fyrir sjálfstæði. 

Meirihlutinn gæti vart verið tæpari, eða 51% gegn 49%. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í landinu 18. september um það hvort landið eigi að vera sjálfstætt eða ekki. The Guardian greinir frá því að örvænting ríki í herbúðum sambandssinna. Er nú talið að þeir muni leggja fram tillögu sem felur í sér frekari flutning á valdi frá breska þinginu til Skotlands. Í tillögunni felst einnig að haldin verði ráðstefna þar sem fulltrúar úr öllum stéttum komi saman og móti framtíð Skotlands innan sambandsríkisins.

Skoðanakönnunin er afar athyglisverð í ljósi þess að í byrjun ágúst var forskot sambandssinna um 14% í könnun YouGov.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fortjald á Húsbíl - Loftsúlur
Kampa Rally Air 260 Uppblásið fortjald fyrir Húsbíl - Engar málmsúlur - ekkert b...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....