Vilja vopna hófsama uppreisnarmenn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að leggja fram lagafrumvarp sem heimila myndi bandaríska hernum að vopna og þjálfa hófsama uppreisnarmenn í Sýrlandi í því skyni að stemma stigum við sókn vígamanna Ríkis íslams.

Fram kemur í frétt AFP að Repúblikanar hafi lagst gegn þessum hugmyndum og haldið því fram að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, væri að reyna að koma í gegn óljósri stefnubreytingu án eðlilegrar þinglegrar umræðu. Forsetinn hefur lýst því yfir að slíkt lagafrumvarp sé hluti af stefnumörkun hans sem miði að því að sigra Ríki íslams.

„Það er ljóst í mínum huga að við þurfum að þjálfa og vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi og aðra hópa í Miðausturlöndum sem þurfa á hjálp að halda,“ er haft eftir Harry Reid, leiðtoga dremókrata í fulltrúadeildinni. Hann segir forsetann hafa viljað fá slíka heimild og að þingið ætti að veita honum hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka