Fleiri segja „nei“ við sjálfstæði

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í dag vilja fleiri Skotar að landið verði áfram hluti af breska konungsdæminu. Þetta er breyting frá könnun sem birt var um síðustu helgi sem leiddi í ljós að fleiri vildu lýsa yfir sjálfstæði. Kostið verður í þjóðaratkvæði á fimmtudaginn 18. september og ljóst er að niðurstaðan getur fallið á hvorn veginn sem er.

Könnunin var framkvæmd af félaginu „Betri saman“ (e. Better Toghether) sem styður veru Skotlands innan breska konungsdæmisins.. Samkvæmt henni vildu 40,8 prósent sjálfstæði en 47 prósent vildu halda í núverandi fyrirkomulag. Þá voru níu prósent óákveðnir en 3,2 vildu ekki gefa upp svarið. Þegar óákveðnir eru teknir út fyrir myndina eru það 54 prósent sem segja nei við sjálfstæði á móti 46 prósentum. Af þeim 1.004 einstaklingum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 93 ætla að kjósa á fimmtudag.

Blair McDougall, stjórnandi herferðar fyrrgreinds félags sagði kapphlaupinu ekki vera lokið og lagði áherslu á að hvert einasta atkvæði skipti máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert