Lögreglumennirnir áttu aldrei möguleika

AFP

Lögreglumennirnir sem voru skotnir við lögreglustöð í bænum Bloom­ing Grove í norðaust­ur­hluta Penn­sylvan­íu-rík­is í Banda­ríkj­un­um áttu aldrei möguleika á að verja sig að sögn lögreglustjóra. Verðlaunafé hefur verið boðið fyrir vísbendingar sem gætu leitt til handtöku árásarmannsins.

Bandarísk yfirvöld segja árásina hafa verið „heigullega“ og umfangsmikil leit stendur nú yfir af árásarmanninum

Lögreglustjóri Penn­sylvan­íu-ríkis, Frank Noonan, biðlaði til almennings í dag um vísbendingar. „Þetta var umsátur. Okkar menn voru að fara frá stöðinni og voru skotnir án nokkurrar viðvörunar og áttu aldrei möguleika á að verja sig,“ sagði Noonan. Lögreglumaðurinn sem særðist liggur þungt haldinn á spítala en líðan hans er þó stöðug.

Yfirvöld hafa boðið 20 þúsund Bandaríkjadali fyrir vísbendingar sem gætu leitt til handtöku árásarmannsins en Noonan sagði nokkur hundruð manns á vegum lögreglunnar væra að leita að honum eða vinna í málinu með öðrum hætti. Enginn liggur þó undir grun.

Ekki er ljóst hver ásetningur árásarmannsins var en Noonan sagði þetta þó vera augljósa árás gegn yfirvöldum.

Fyrri frétt mbl: Lögreglumaður skotinn til bana

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert