Ekki múslímar heldur skrímsli

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, flutti í dag sjónvarpsávarp vegna aftöku hjálparstarfsmannsins Davids Haines. Í ávarpinu ítrekaði Cameron orð sín frá því í gær um að morðingjar Haines verði eltir uppi og þeir látnir svara til saka, sama hversu langan tíma það taki.

„Skref fyrir skref munum uppræta Ríki íslam og að lokum gera út um samtökin og það sem þau standa fyrir. Það munum gera á yfirvegaðan máta en með járnvilja. Við munum ekki gera þetta einsömul heldur í náinni samvinnu við bandamenn okkar, ekki aðeins Bandaríkin og ríki Evrópu heldur einnig bandamönnum í Mið-Austurlöndum,“ sagði Cameron.

Cameron lýsti Haines sem hetju og sagði morðingja hans ekki múslíma heldur skrímsli. Þá áréttaði hann stuðning við loftrárásir Bandaríkjamanna á Ríki íslams en vék ekki að því hvort Bretar muni taka þátt í þeim. 

Frétt mbl.is: Ætla að ganga frá Ríki Íslam

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, flutti ávarp um aftökuna á David …
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, flutti ávarp um aftökuna á David Haines í dag. AFP
Skjáskot úr myndbandi Ríkis Íslam af aftöku Davids Haines.
Skjáskot úr myndbandi Ríkis Íslam af aftöku Davids Haines. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert