Rigning torveldar björgunarstörf

Mikil rigning í Kasmír-héraði í Indlandi hefur torveldað björgunarstörf í dag en flóð skall þar fyrst á fyrr í vikunni. Að minnsta kosti 490 manns hafa látið lífið.

Borgin Srinagar í Kasmír-héraði hefur orðið einna verst úti í flóðunum og rigndi þar einnig mest í dag. Lögreglustjóri hérðasins, Omar Abdullah, sem hefur verið gagnrýndur fyrir seinagang í björgunarstörfum segir stjórnvöld vera lömuð. Einungis sé hægt að eiga samskipti við björgunarfólk í gegnum nokkrar talstöðvar. Svæðið sé algjörlega einangrað.

Björgunarfólk hefur notað þyrlur og báta til þess að koma matvælum til fólks og rýma svæðið. Björgunarstarfið er þó einnig hættulegt og hvolfdi m.a. björgunarbát í morgun. Að minnsta kosti ellefu manns drukknuðu og þar á meðal brúðgumi sem hafði verið bjargað ásamt öðrum veislugestum úr brúðkaupi sínu í Punjab héraði í Pakistan. 

Þá flæddi inn á fæðingardeild í Kasmír-héraði og var níu nýbökuðum mæðrum sem sátu þar fastar bjargað á föstudag. Þá hefur einnig flætt inn á aðra spítala og segja læknar ástandið vera hörmulegt þar sem lyfjum og tækjabúnaði skolar einfaldlega í burtu.

Hætta er á útbreiðslu sjúkdóma þar sem rotnandi dýrahræ og matur flæða um svæðið. Yfirmaður öryggissveita í Kasmír sagði slæman fnykinn valda sviða í augun og hausverk.

Fórnarlömb flóðanna bíða aðstoðar við hjálparskýli.
Fórnarlömb flóðanna bíða aðstoðar við hjálparskýli. AFP
Fólk sem hélt sig á hærri svæðum til þess að …
Fólk sem hélt sig á hærri svæðum til þess að forðast flóðin í Pakistan. AFP
Pakistönsk fjölskylda í hjálparskýli.
Pakistönsk fjölskylda í hjálparskýli. AFP
Að minnsta kosti 490 hafa látist í flóðunum.
Að minnsta kosti 490 hafa látist í flóðunum. AFP
Björgunarmenn í Pakistan.
Björgunarmenn í Pakistan. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert