Þýskir evruandstæðingar í sókn

Bjoern Höcke, frambjóðandi AfD í Thuringen.
Bjoern Höcke, frambjóðandi AfD í Thuringen. AFP

Þýski stjórnmálaflokkurinn AfD vann sigur í dag í þingkosningum í tveimur ríkjum í austurhluta Þýskalands samkvæmt útgönguspám en helsta stefnumál flokksins er að Þjóðverjar segi skilið við evruna og taki upp þýska markið sem gjaldmiðil sinn á nýjan leik.

Flokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, var stofnaður fyrr á þessu ári og náði góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins síðasta vor. Flokkurinn hlaut 10% í kosningu í Thuringen og 12% í Brandenburg. Fyrir tveimur vikum fékk flokkurinn að sama skapi þingsæti á ríkisþingi Saxlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert