Flak flugvélarinnar fundið

Flugvél af gerðinni DA40.
Flugvél af gerðinni DA40. Wikipedia

Flak flugvélar, sem lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn fimmtudag, er fundið. Þetta er haft eftir grænlenskum embættismönnum á frettavefnum The Arctic Journal í dag. 

Fram kemur í frettinni að flak flugvélarinnar, sem var af gerðinni DA40, hafi fundist seinnipartinn í dag sem og likamsleifar flugmannsins sem var einn í vélinni. Flugvélin hafi fundist í nágrenni flugvallarins þar sem hún hugðist lenda. Flugmaðurinn hét Paul Eriksmoen og var frá borginni Shelton í Washington-ríki í Bandaríkjunum.

Flugvéin var sem fyrr segir á leið frá Keflavíkurflugvelli til Kulusuk þegar samband við hana rofnaði. Leitað hefur verið að vélinni undanfarna sjö daga, bæði á hafi og landi. Leitin gekk erfiðlega fyrir sig á köflum vegna slæms veðurs. Flakið fannst eftir að formlegri leið hafði verið hætt fyrr í dag. Fram kemur í fréttinni að flutningaþyrla sem átt hafi leið hjá hafi fundið flakið. 

Leitað hafði verið nokkrum sinnum á svæðinu þar sem flugvélin fannst. Talið er að veðrið hafi væntanlega gert það að verkum að vélin fannst ekki fyrr. 

Frétt mbl.is: Flugvélin er ekki fundin enn

Frétt mbl.is: Flugvél hvarf á leið frá Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert