Engar útgönguspár í kvöld

Hægt er að ganga til atkvæða á 5.579 kjörstöðum í dag í Skotlandi þar sem Skotar kjósa um hvort landið eigi að verða sjálfstætt ríki. Kjörstaðir eru opnir til níu í kvöld að íslenskum tíma og er gert ráð fyrir rúmlega 90% kjörsókn. Talið er að úrslit verði ljós snemma í fyrramálið.

Mikið hefur verið að gera á kjörstöðum í landinu í dag. Fólk beið víða í röðum fyrir utan kjörstaðina þegar þeir opnuðu í morgun. Þrátt fyrir grámyglulegan rigningardag í Edinborg flykktust kjósendur á kjörstað.

67 ára kona var handtekin á kjörstað í dag, en hún er sögð hafa áreitt unga konu. Þá var karlmaður handtekinn fyrir utan kjörstað í Clydebank í dag.

Engar útgönguspár verða kynntar eftir að kjörstaðir loka í kvöld. 

Mikið hefur verið að gera á kjörstöðum í Skotlandi í …
Mikið hefur verið að gera á kjörstöðum í Skotlandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert