Missti fyrsta iPhone 6 símann

Hinn margumtalaði iPhone 6 kom í verslanir í dag og Ástralinn Jack Cooksey var fyrsti maðurinn til að fjárfesta í einum slíkum í Perth í Ástralíu.

Þegar kom að því að sýna fjölmiðlum gripinn vildi hinsvegar ekki betur til en svo að Cooksey missti nýja símann.

Cooksey hafði staðið í röð yfir nótt til að nálgast iPhone 6 og er því eflaust ekki að undra að hann hafi verið örlítið skjálfhentur. Þegar síminn féll til jarðar heyrðust viðstaddir taka andköf en Cooksey var fljótur til að grípa hann upp aftur. Atvikið má sjá í myndbandinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert