Afbókuðu gistingu fyrir forseta Úganda

Yoweri Museveni, forseti Úganda.
Yoweri Museveni, forseti Úganda. AFP

Yoweri Museveni, forseti Úganda, getur ekki dvalið á hóteli í Texas vegna mótmæla hóps sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra. Forsetinn hefur víð verið gagnrýndur eftir að hann skrifaði undir lög er herða viðurlög við samkynhneigð í landinu, en nú er til að mynda hægt að refsa samkynhneigðum með lífstíðardómi.

Museveni, sem er 70 ára, heimsótti Irving í Texas í síðustu viku. „Fólkið mitt bókaði hótel fyrir mig , en samkynhneigðir komu í veg fyrir það,“ hafði talskona hans eftir honum í viðtali. „Ég sagði, segðu þessu fólki sem bauð mér, að finna stað fyrir mig til að sofa á. Annars langar mig ekki svo mikið til Texas.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert