Brú í Danmörku hrundi

Mikill glundroði ríkið á hraðbrautinni en þar eru þúsundir bíla …
Mikill glundroði ríkið á hraðbrautinni en þar eru þúsundir bíla sem komast hvorki lönd né strönd.

Brú yfir hraðbraut í Helsingjaeyri í Danmörku hrundi í kvöld. Mikil ringulreið ríkir á staðnum og þúsundir bíla komast ekki leiðar sinnar. Ekki  hafa borist fréttir um að neinn hafi slasast.

Brúin var nýbyggð og var framkvæmdum við hana ekki lokið, að því er fram kemur í fréttum TV2. Brúin hrundi kl. 21:33 að dönskum tíma.

Morten Sørensen, sem var nærri brúnni þegar hún féll, segir í samtali við Ekstra Bladet að brúin hafi hrunið fyrir framan hann eins og lego-kubbar. Öll umferð á hraðbrautinni hafi stöðvast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert