Missir væntanlega formannssætið

Formaður norsku Nóbelverðlaunanefndarinnar, Torbjørn Jagland
Formaður norsku Nóbelverðlaunanefndarinnar, Torbjørn Jagland AFP

Formaður norsku nóbelsverðlaunanefndarinnar, Torbjørn Jagland, telur að  sú ákvörðun nefndarinnar að veita kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels sé ástæðan fyrir því að Hægriflokkurinn vilji losna við hann sem formann nefndarinnar.

Þetta kemur fram í viðtali við Jagland, sem er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, við Dagbladet. Ákvörðun nóbelsnefndarinnar árið 2010 var harðlega gagnrýnd af kínverskum yfirvöldum. 

Liu Xiaobo afplánar 11 ára fangelsisdóm fyrir andóf og skrif sín gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Kína.

Jagland segir í viðtalinu að það sé í höndum nóbelsnefndarinnar sjálfrar að velja sér formann. Það sé gert til þess að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af störfum hennar. Auk þess að hafa gegnt formannsembættinu frá árinu 2009 er Jagland einnig framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og hefur setið í því embætti frá sama tíma. 

<br/><br/>

Frá og með næstu áramótum munu Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn fara með meirihluta í nóbelsnefndinni, sem er skipuð af norska stórþinginu, með þrjá af fimm fulltrúum. Forsvarsmenn Hægriflokksins hafa staðfest að ekki sé víst að Jagland verði áfram formaður nefndarinnar.

<span>Jagland var forsætisráðherra Noregs frá 1996 til 1997, utanríkisráðherra 2000-2001 og formaður utanríkismálanefndar Stórþingsins 2001-2005. Hann var forseti þingsins frá 2005-2009.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert