Reyna að bjarga líkkistuhóteli

Vonir standa til að hægt verði að koma í veg fyrir áform um að rífa hótel sem minnir helst á hylki eða líkkistur Tókýó.

Um er að ræða hótel þar sem herbergin eru eins og hylki en nokkur slík hótel er að finna í Japan. Það eru einkum þeir sem missa af síðustu lestinni heim sem gista á slíkum hótelum en nú er rætt um að rífa eitt þeirra, Nakagin turninn.

Það var arkitektinn Kisho Kurokawa sem hannaði turninnn árið 1972 og má meðal annars sjá það í kvikmyndinni Wolverine með Hugh Jackman í aðalhlutverki. En nýtingin er ekki góð og einungis helmingur hylkjanna í notkun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert