Tala látinna komin í 43

Björgunarsveitir fundu sjö lík til viðbótar á Ontake eldfjallinu í dag en alls hafa 43 fjallgöngumenn fundist látnir eftir að gos hófst í fjallinu á laugardag.

Lík sjömenninganna fundust nálægt toppi fjallsins en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að enn eigi eftir að finna tuttugu manns sem voru á fjallinu, sem er vinsælt hjá fjallgöngufólki, þegar gosið hófst. Leit hefur gengið erfiðlega vegna mikillar gasmengunar frá gosinu. 

Ekki hefur enn tekist að koma líkum allra niður af fjallinu vegna mengunar en nota á þyrlur við flutninginn. 

Þorpsbúar í nágrenninu telja að miklu fleiri en vitað sé um hafi verið á Ontake þegar gosið hófst þar sem einungis brot af þeim sem fara á fjallið tilkynna um ferðir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert