Fjölskylda handtekin í aðgerðum fíknó

AFP

Alls voru átján handteknir í viðamiklum aðgerðum fíkniefnalögreglunnar í Ósló í vikunni. Þar á meðal var fjögurra manna fjölskylda. Þrjú  börn eru meðal hinna handteknu.

Lögreglan reiknar með því að 4-7 af þeim sem voru handteknir verði ákærðir á næstu dögum, samkvæmt frétt Aftenposten. 

Allir hinna handteknu eru norskir ríkisborgarar fyrir utan einn. Einhverjir eru grunaðir um gróf fíkniefnabrot og sölu á stolnum munum. Hald var lagt á mikið magn kannabisefna í aðgerðum lögreglu en samkvæmt upplýsingum Aftenposten fór fíkniefnasalan fram á heimilum, lestarstöðvum og í ákveðnum götum.

Lögreglustjórinn, Kåre Stølen, segir að börn séu í auknu mæli farin að sinna fíkniefnasölu í Noregi.

Meðal hinna handteknu eru hjón á sextugsaldri og tveir synir þeirra um þrítugt. Fjölskyldan var stórtæk í kannabissölu en salan fór fram á heimili þeirra í Tøyen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert