Hitabylgja gefur vínbændum von

Sólríkur og hlýr septembermánuður hefur heldur betur kætt franska vínframleiðendur og í Bordeaux héraði vonast framleiðendur eftir góðri uppskeru í ár þrátt fyrir vætusamt sumar.

Ekki er hægt að segja til um það strax hvort uppskeran verði einstök enda er bara byrjað að tína merlot þrúgur á meðan cabernet þrúgurnar eru ekki tíndar fyrr en undir lok október.

Í ágúst voru vínbændur orðnir ansi þungbúnir í Bordeaux enda var júlí óvenjukaldur og ágúst votur. En þegar september loks leit dagsins ljós fór brúnin heldur betur að léttast enda mánuðurinn bæði óvenjuhlýr og sólríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert