Mega giftast í fimm ríkjum til viðbótar

Hæstiréttur Bandaríkjanna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna synjaði í dag áfrýjun mála um bann við hjónaböndum samkynhneigðra í fimm ríkjum. Þar með hefur dómstólinn enn ekki ákveðið í eitt skipti fyrir öll hvort að ríki megi banna slík hjónabönd. Í kjölfar þessarar ákvörðunar geta samkynhneigðir í fimm ríkjum, þar sem hjónabönd þeirra voru bönnuð, gifst.

Með því að synja áfrýjun mála sem snertu Virginíu, Oklahoma, Utah, Wisconsin og Indiana, stendur ákvörðun lægra dómsstigs sem hafði hafði hafnað banni við hjónabandi samkynhneigðra í ríkjunum fimm. 

Ákvörðun hæstaréttar þýðir að enn er ekki komin skýr niðurstaða í málið á alríkisvísu. 

Sjá ítarlega frétt BBC um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert