Pútín málaður sem Herkúles

Pútín er margt til lista lagt.
Pútín er margt til lista lagt. AFP

Í tilefni af 62 ára afmæli Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, voru myndir af 12 þrautum Herkúlesar endurgerðar til að endurspegla dýrðarverk forsetans.

Í myndum á fréttavef BBC má sjá forsetann bana marghöfða dreka, sem er táknmynd vestrænna viðskiptaþvingana vegna deilunnar í Úkraínu, forsetann að skjóta niður bandarískar orrustuþotur með boga og örvum, og sitja klofvega á uxa, sem vísar til Krímskaga. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert