Of margar láta lífið á meðgöngu

Af hverjum 100 þúsund konum sem ganga með barn í …
Af hverjum 100 þúsund konum sem ganga með barn í Suður-Afríku láta 269 þeirra lífið. AFP

Fjöldi þungraðra kvenna sem láta lífið í Suður-Afríku er óviðunandi en af hverjum 100 þúsund konum sem ganga með barn í landinu láta 269 lífið. Þetta kemur fram hjá Amnesty International.

Ríkisstjórn landsins hefur sett sér það markmið að fækka andlátstilfellum verulega á næsta ári, niður í 38.

Meginástæða þess að svo margar konur láta lífið er að fáar þeirra hafa aðgang að reglulegri mæðravernd.

Þjónustan er konunum að kostnaðarlausu en margar þeirra þurfa að ferðast um langan veg og skila sér því illa. Þá eru konurnar og stúlkurnar einnig hræddar um að upp komist um HIV-smit þeirra.

Um sex milljónir íbúa Suður-Afríku eru smitaðar af HIV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert