Áhersla lögð á að finna lík fólksins

Að minnsta kosti 32 eru látnir eftir snjófljóð og blindbyl í Himalajafjöllunum í Nepal á þriðjudaginn. Búið er að ná sambandi við gönguhópa á svæðinu sem lifðu af og er áherslan nú lögð á að finna í lík þeirra sem létu lífið.     

Að minnsta kosti 24 lík hafa fundist á vinsælli gönguleið á Annapurna-svæðinu. Búið er að bjarga 385 manns af svæðinu.

Mörg þúsund manns ganga um svæðið í október á hverju ári, en þá er veðrið yfirleitt gott. Stormurinn sem reið yfir á þriðjudag þykir óvenjulegur fyrir þennan árstíma.

Áhersla á nú á að finna lík göngufólksins.
Áhersla á nú á að finna lík göngufólksins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka