Ebólupróf á flugvellinum í París

Tekið er á móti flugfarþegum frá Vestur-Afríku með ebóluprófum er þeir stíga út úr vélinni á Charles de Gaulle-flugvelli í París.

Til svipaðra aðgerða hefur verið gripið m.a. á JFK-flugvelli í Bandaríkjunum og í Bretlandi.

Mörg Evrópulönd eru nú að skoða öryggismál sín, m.a. á flugvöllum, í kjölfar þess að ebóla hefur greinst bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur heitið því að aðstoða fimmtán Afríkulönd við að verja sig gegn vírusnum sem veldur ebólu. Þegar hafa yfir 4.500 manns látist úr ebólu í faraldrinum sem nú geisar, flestir í þremur löndum Vestur-Afríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert