„Ljótasta torg í heimi“

Frá mótmælunum á Taksim torgi í fyrra.
Frá mótmælunum á Taksim torgi í fyrra. AFP

Forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu hefur nú kallað Taksim torgið í Istanbúl „ljótasta torg í heimi“.

Torgið var vettvangur mótmæla á síðasta ári sem vöktu heimsathygli.

„Ef einhver ætlar að segja mér að Taksim sé fullkomið torg, þá myndi ég segja honum að það væri ljótasta torg í heimi,“ sagði forsætisráðherra við fjölmiðla í dag. 

„Ég hef séð torgin í Feneyjum og Isafahan. Eftir að hafa séð þau líður mér eins og ég sé fastur inn í ryksugu á Taksim torginu,“ bætti hann við. 

Mótmæli, sem snerust í upphafi um að bjarga Gezi garðinum í Istanbúl þróaðist í fjöldamótmæli sem um þrjár milljónir manna tóku þátt í á Taksim torginu. 

Átta manns létust og þúsundir slösuðust í mótmælunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert