Vakti athygli sænska hersins

Sænski herinn heldur áfram leitinni.
Sænski herinn heldur áfram leitinni. AFP

Á tímabili virtist sem sænski herinn hefði fundið „eitthvað“ í sænska Skerjagarðinum í dag en þetta segir Stefan Åsberg, fréttamaður SVT, en hann er staddur á svæðinu. Líkt og síðustu daga leitar herinn að dularfullu sjófari sem vakið hefur margar spurningar. Líkt og fram hef­ur komið er helst talið að leit­in bein­ist að rúss­nesk­um kaf­báti en rúss­nesk yf­ir­völd segja það af og frá þar sem eng­inn rúss­nesk­ur kaf­bát­ur sé á þess­um slóðum. Þetta er fimmti dag­ur­inn í röð sem þessa dul­ar­fulla sjóf­ars er leitað.

„Það var greinilegt að það var eitthvað á þessum slóðum sem vakti athygli hersins. Skipin söfnuðust saman á sama stað og voru þar í marga klukkutíma. Það var sem verið væri að skima svæðið í kringum Ingaro og Nämdöfjörð,“ segir Åsberg.

„Það virðist þó vera sem ástandið hafi róast núna,“ segir hann en þess má geta að stærsta skip sænska herflotans, HMS Visby, var einmitt kallað á svæðið á ákveðnum tímapunkti. Åsberg kveður flest skipin vera farin af vettvangi núna og þar sem bráðum taki að rökkva, þá verði lítil leitað á svæðinu það sem af er degi. Talsmaður hersins, Marie Tisäter, vildi ekki tjá sig að svo stöddu um það hvort herinn hefði fundið eitthvað markvert í dag.

Nánar má lesa um fréttina á vef SVT.

Sænski herinn heldur áfram leitinni.
Sænski herinn heldur áfram leitinni. Ljósmynd/PONTUS LUNDAHL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert