Ebólan komin til Malí

Ebóla hefur dregið hátt í 5.000 manns til dauða.
Ebóla hefur dregið hátt í 5.000 manns til dauða. AFP

Yfirvöld í Malí hafa staðfest að fyrsta ebólu tilfellið sé komið upp þar í landi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er sú sýkta tveggja ára gömul stelpa sem nýverið kom til landsins eftir heimsókn til Gíneu. 

Yfir 4.800 hafa látist af völdum veirunnar, sem geisar nú harðast í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. 

Veir­an smit­ast með blóði og lík­ams­vess­um og ekk­ert bólu­efni er til gegn henni. Töl­ur um hlut­fall þeirra sem lát­ast af völd­um henn­ar eru nokkuð mis­mun­andi, en yf­ir­leitt er talað um að 2/​3 þeirra sem sýk­ist af veirunni lát­ist inn­an nokk­urra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert