25 egypskir hermenn féllu í árás

Frá Sínaískaga.
Frá Sínaískaga. AFP

Á þriðja tug egypskra hermanna lést þegar bílsprengja sprakk við eftirlitsstöð á Sínaískaga. Talið er að hópur íslamista hafi staðið á bak við hermdarverkið.

Árásin varð skammt frá bænum El Arish, sem er stærsti bær skagans. A.m.k. 25 hermenn féllu og er árásin ein sú mannskæðasta sem hefur verið gerð á Sínaískaga undanfarna mánuði. Fjölmargir eru sagðir hafa særst, að því er fram kemur á vef BBC.

Egypski herinn hefur barist gegn hópi uppreisnarmanna á skaganum, en þeir hafa staðið á bak við margar árásir þar. Lögleysa hefur ríkt á svæðinu frá því Hosni Mubarak var steypt af stóli forseta árið 2011. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert