Minningarathöfn um stúlkuna sem var myrt

Alice Gross
Alice Gross AFP

Minningarathöfn er haldin í dag um Alice Gross, 14 ára stúlku sem hvarf 28. ágúst og fannst látin mánuði síðar. Líkið hafði verið vafið og sökkt í Brent-ánni.

Við jarðaför hennar sagði fjölskyldan að hún myndi nota minnisvarða við ráðhúsið í Greenford til að minnast hennar.

Ljóð verða lesin til minningar um Alice og gulir borðar hengdir víða, en gulir borðar voru notaðir til að minna á leitina að henni meðan hún stóð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert