Neyddur til að vinna 200 tíma í yfirvinnu

AFP

Tveir starfsmenn og eigendur veitingahúsakeðju í Japan hafa verið dæmdir til að greiða fjölskyldu manns sem framdi sjálfsvíg eftir að hafa verið neyddur til að vinna tæplega 200 tíma í yfirvinnu á mánuði háar bætur. 

Maðurinn fékk einn frídag á nokkurra mánaða fresti og fær fjölskylda hans nú greidda rúma hálfa milljón dollara, eða rúmlega 61 milljón íslenskra króna, í bætur. 

Talið er að álagið sem fylgdi vinnunni hafi að lokum gert það að verkum að maðurinn sá enga aðra leið en að taka eigið líf. Maðurinn var 24 ára þegar hann lést í nóvember árið 2010. Maðurinn hóf störf hjá veitingahúsakeðjunni árið 2007.  

Maðurinn vann að meðaltali 190 klukkustundir í yfirvinnu síðustu sjö mánuði ævi sinnar. Hann fékk frí í tvo daga á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert