Björguðu 11 börnum úr mansali

Kínverskir lögreglumenn að störfum.
Kínverskir lögreglumenn að störfum. AFP

Lögregla í Kína bjargaði ellefu börnum úr mansali í vikunni. Alls hafa 32 verið handteknir í tengslum við málið. Börnunum var bjargað í Yunnan héraði í suðvestur Kína. 

Mansal er algengt í undirheimum Kína en talið er að tugir þúsunda barna sé stolið eða seld þar árlega. Tengist það fornri hefð í Kína um að fjölskyldur ættu helst að samanstanda af foreldrum og aðeins einu barni, helst karlkyns. 

Lögregla hóf rannsókn á meintu mansali í héraðinu í febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að börnin hafi verið seld af foreldrum sínum. 

„Hingað til höfum við ekki fundið sönnunargögn um að einhverjum þessara barna hafi verið stolið,“ sagði lögreglumaðurinn sem neitaði að segja til nafns.

„Börnin eru nú hjá barnaeftirliti og síðustu daga hefur fólk verið að hringja til að athuga stöðuna, sumir vonast til að geta ættleitt þau.“

Lögreglumaðurinn bætti því við að börnin eru hraust fyrir utan eitt sem gengst nú undir meðferð vegna augnsjúkdóms. Sagði hann jafnframt að börnin hafi verið seld nokkrum sinnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka