Lágu hálf grafnar í jörðina

Systurnar sáust síðast síðastliðinn fimmtudag þegar þær yfirgáfu afmælisveislu kærasta …
Systurnar sáust síðast síðastliðinn fimmtudag þegar þær yfirgáfu afmælisveislu kærasta Trinidad. AFP

Lík Mariu Jose Alvarado og systur hennar Sofiu Trinidad lágu hálf grafin ofan í jarðvegi við bakka árinnar Aguagual í bænum Arada í Hondúras þegar þau fundust í gær.

„Við erum 100 prósent viss um að líkin séu af systrunum,“ segir rannsóknarlögreglumaður í samtali við AFP-fréttaveituna.

Alvarado var 19 ára gömul en Trinidad 23 ára. 

Systurnar sáust síðast síðastliðinn fimmtudag þegar þær yfirgáfu afmælisveislu kærasta Trinidad. Þær stigu upp í kampavínslitaða bifreið en engar númeraplötur voru á bílnum. Kærastinn er nú í haldi lögreglu en talið er að hann og þrír aðrir karlmenn beri ábyrgð á dauða systranna.

Lögregla hefur einnig lagt hald á byssu af gerðinni Colt-45 og tvö farartæki en talið er að þau hafi verið notuð til að flytja líkin. Lík systranna hafa enn ekki verið krufin en þó er talið að þær hafi látið lífið sama kvöld og þær sáust síðast.

Skipuleggjendur fegurðarsamkeppninnar Ungfrú heimur sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir vottuðu fjölskyldum stúlknanna samúð. „Við erum niðurbrotin vegna hræðilegs fráfalls tveggja ungra kvenna sem voru svo lífsglaðar,“ segir í tilkynningunni.

Fundu lík fegurðardrottningar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert