Magnús Carlsen heimsmeistari

Magnús Carlsen og Visw­an­ath­an Anand teldu í Sochi í Rússlandi.
Magnús Carlsen og Visw­an­ath­an Anand teldu í Sochi í Rússlandi. fide.com

Norðmaður­inn Magn­us Carlsen varði í dag heimsmeistaratitil sinn í skák. Hann sigraði Indverjann Visw­an­ath­an Anand. Carlsen sigraði með sex og hálfan vinning, en Anand fékk fjóra og hálfan vinning.

Carlsen stýrði hvítu mönnunum í dag og vann nokkuð sannfærandi sigur. Þar með lauk einvíginu.

Carlsen og Anand kepptu líka um heimsmeistaratitilinn í fyrra, en þá sigraði Carlsen. Anand var heimsmeistari frá 2007 til 2013. Carlsen er með 2.882 skákstig og hefur enginn skákmaður í sögunni náð svo mörgum stigum.

Carlsen tefldi hér á landi árið 2004, þá aðeins 13 ára gamall, og aftur 2006. Hann varð stórmeistari í skák árið 2004 og stiga­hæsti skák­maður heims árið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert