Sagði af sér út af ljósmynd

Þetta er myndin sem Thornberry birti sem leiddi til þess …
Þetta er myndin sem Thornberry birti sem leiddi til þess að hún sagði af sér.

Emily Thornberry, þingmaður breska þinginu, sagði af sér sem skuggaráðherra Verkamannaflokksins eftir að hún birti ljósmynd á Twitter af enska fánanum. Myndin og ummæli sem hún lét falla þóttu bera vott um virðingarleysi við kjósendur í Rochester.

UKIP (breski Sjálfstæðisflokkurinn) sigraði í aukakosningum Rochester í vikunni. Daginn eftir birti Thornberry mynd úr kjördæminu sem sýndi enska fánann hangandi utan á húsi. Thornberry skrifaði með myndinni „Staðan í Rochester“.

Thornberry var strax harðlega gagnrýnd fyrir myndbirtinguna. Með henni hefði hún sýnt kjósendum í kjördæminu óvirðingu og hún var líka sökuð um snobb. Hún sagði í kjölfar af sér sem skuggaráðherra flokksins

Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, var einn þeirra sem gagnrýndu Thornberry. Miliband á mjög í vök að verjast þessa dagana. Honum hefur ekki tekist að hrífa kjósendur í Bretlandi með sér þrátt fyrir að ríkisstjórn landsins sé frekar óvinsæl. Fylgið hefur hrunið af flokknum í Skotlandi.

Í breskum fjölmiðlum hefur talsvert verið fjallað um mál Thornberry og stjórnmálaskýrendur eru sammála um þessi uppákoma bæti ekki erfiða stöðu Verkamannaflokksins. Málið gefið þá mynd af forystu flokksins að hún sé ekki í tengslum við kjósendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert