Ekki morð heldur sjálfsvíg

Tréð þar sem stúlkurnar fundust við Katra Shahadatgunj þorpið í …
Tréð þar sem stúlkurnar fundust við Katra Shahadatgunj þorpið í Badaun sýslu í Uttar Pradesh ríki á Indlandi AFP

Tvær stúlkur sem fundust hangandi í tré í norðurhluta Indlands fyrr á árinu frömdu sjálfsvíg og hafði ekki verið nauðgað af hópi karlmanna né heldur myrtar líkt og áður var talið. Þetta er niðurstaða rannsóknarlögreglunnar.

Stúlkurnar, sem voru 12 og 14 ára, voru frænkur og fundust látnar skammt frá þorpi sínu í Uttar Pradesh ríki í maí. Mikil reiði braust út í kjölfarið vegna ofbeldis sem konur verða oft fyrir á Indlandi.

Fjölskyldur þeirra sögðu að þeim hafi verið nauðgað og teknar af lífi án dóms og laga af mönnum sem voru þeim æðri í þjóðfélagsstiganum. Ekkert klósett sé á heimili þeirra og því hafi stúlkurnar farið út seint um nótt til þess að sinna þörfum sínum. 

Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar segir að rannsókn fyrr á árinu hafi leitt í ljós að þeim hafði ekki verið nauðgað og nú sé komið í ljós að um sjálfsvíg var að ræða ekki morð. Ástæðan fyrir því að stúlkurnar frömdu sjálfsvíg hafi verið þrýstingur frá fjölskyldum þeirra vegna óánægju með vináttu þeirra við þorpsbúa. Greint verði nánar frá niðurstöðu rannsóknarinnar síðar í dag.

Lögreglan handtók fimm vegna málsins í maí og fjölskyldur stúlknanna sökuðu lögreglu um handvömm við rannsókn málsins og sögðu það skýrast af þjóðfélagsstöðu þeirra. 

Neituðu að leita að stúlkunum

Hafði verið nauðgað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert