Hundur fórnaði sér fyrir fjölskylduna

Noah var þýskur fjárhundur.
Noah var þýskur fjárhundur. Af Wikipedia

Hundur bjargaði fjölskyldu sinni í Atlanta með því að stökkva í veg fyrir byssukúlur sem skotið var að henni. Ökumaður bíls missti stjórn á sér og hóf að skjóta á vegfarendur. Hundurinn, sem var af tegundinni Schäfer, drapst.

Hundurinn, Noah, sat í farþegasæti fjölskyldubílsins á föstudag er skothríðin hófst. Hann særðist en stökk engu að síður út um glugga bílsins og elti bílinn sem skotið var úr. 

Enginn hefur verið handtekinn en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hófst skothríðin í kjölfar rifrildis milli ökumanns eins bíls og farþega í öðrum. Farþeginn fór út úr bíl sínum og hófst þá skothríð. Skotin hæfðu m.a. bíl fjölskyldunnar. 

Í fjölskyldubílnum var kona ásamt þremur börnum sínum auk hundsins Noah. „Noah stökk fram fyrir konuna og kom í veg fyrir að hún yrði fyrir skoti,“ segir talsmaður lögreglunnar í Atlanta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert