Háskólinn sagði óvart já

John Hopkins-sjúkrahúsið í Baltimore. Það er á háskólalóðinni.
John Hopkins-sjúkrahúsið í Baltimore. Það er á háskólalóðinni. Wikipedia

294 umsækjendur um skólavist í háskólanum John Hopkins University í Baltimore í Bandaríkjunum fengu á sunnudaginn tölvupóst þar sem fram kom að þau fengu að hefja nám við skólann næsta haust. Um mistök var þó að ræða og þurfti skólinn að draga alla 294 tölvupóstana til baka.  

Time segir frá þessu. „Við höfum beðið nemendurna og fjölskyldur þeirra afsökunar,“ sagði David Phillips, yfirmaður umsókna við skólann. Sagði hann að um „mannleg mistök“ hefði verið að ræða. 

Nemendurnir sem fengu tölvupóstinn höfðu áður verið hafnað af skólanum og því má gera ráð fyrir því að fréttunum á sunnudaginn hafi verið vel tekið. Aðeins 15% þeirra sem sækja um skólavist í John Hopkins komast inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert