11 létust í óveðri í Japan

Að minnsta kosti ellefu eru látnir í vetrarhörkum í Japan en mjög hefur snjóað þar undanfarna daga. Áfram er spáð snjókomu og roki.

Mjög hvasst hefur verið í Norður- og Mið-Japan og mikil ofankoma fylgt rokinu í nokkra daga. Þetta hefur haft mikil áhrif á allar samgöngur og á strábýlum stöðum liggja allar samgöngur niðri.

Í frétt Yomiuri Shimbun kemur fram að vitað sé að 11 hafi látist í óveðrinu, meðal annars gamalt fólk og eins í umferðarslysum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert