Verkfall um jólin

Mikill fjöldi lækna ætla í verkfall yfir jólahátíðina í Frakklandi.
Mikill fjöldi lækna ætla í verkfall yfir jólahátíðina í Frakklandi. AFP

Það stefnir allt í stórtækt verkfall heilbrigðisstarfsfólks í Frakklandi yfir jólahátíðina. Læknar á neyðarmóttökum hefja verkfall á mánudaginn, en aðrir sérfræðingar, heimilislæknar og fleiri hefja verkfallsaðgerðir á Þorláksmessu. Læknarnir vilja með þessu mótmæla nýjum heilbrigðislögum auk þess sem löng vinnuvika og launakjör eru gagnrýnd.

Læknar á neyðarmóttöku krefjast þess nú að vinnuvika þeirra sem er 60 klukkustundir verði stytt í 48 klukkustundir. Þá vilja þeir að launakjör fyrir yfirvinnu verði bætt.

Ný löggjöf sem leyfir apótekurum að bólusetja fólk hefur aftur á móti vakið upp reiði meðal heimilislækna og annarra sérfræðinga. Hefur bólusetning hingað til verið í verkahring lækna.

Læknar eru ekki þeir einu sem ætla í verkfall um jólin, en flugliðar hjá easyJet í Frakklandi ætla einnig að leggja niður störf sem og starfsmenn Amazon og öryggisfyrirtækisins Brink's. Þá hafa starfsmenn Eiffel turnsins verið í verkfalli frá því á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert