Kveikt í mosku í Svíþjóð

Slökkviliðsmenn að störfum í dag.
Slökkviliðsmenn að störfum í dag. AFP

Kveikt var í mosku í borginni Eskilstuna í Svíþjóð í dag með þeim afleiðingum að fimm manns slösuðust. Haft er eftir Lars Franzell, talsmanni sænsku lögreglunnar, að einhver hafi kastað einhverju inn um glugga á moskunni og eldurinn kviknað í kjölfarið.

Fram kemur í fréttinni að um 15-20 manns hafi verið í byggingunni þegar eldurinn kviknaði. Lögeglan rannsakar málið sem íkveikju en enginn hefur stöðu grunaðs enn sem komið er. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. 

Ennfremur segir í fréttinni að andúð í garð múslima hafi farið vaxandi í Svíþjóð sem lýst hafi sér meðal annars í auknu fylgi við stjórnmálaflokkinn Svíþjóðardemókrata sem vilja taka upp harðari innflytjendalöggjöf í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert