Kynferðisbrotamaður vann milljónir í lottói

AFP

Fórnarlömb kynferðisbrotamanns, sem vann um 380 milljónir króna í lottói í Flórída, hafa lögsótt hann og krefjast bóta fyrir þjáningar og sársauka sem hann olli þeim.

Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar var Timothy Poole ákærður fyrir að hafa áreitt níu ára dreng kynferðislega árið 1999. Hann neitaði sök en játaði að hafa gert tilraun til áreitis og var dæmdur í fangelsi.  

Nú hafa tveir bræður, sem voru 5 og 9 ára er Poole var handtekinn árið 1999, lögsótt hann og krefjast bóta.

Fyrr í desember vann Poole stóra vinninginn í lottóinu í Flórída. Hann vinnur sem leigubílstjóri á leigubílastöð í eigu móður sinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert