Morðingjarnir fundnir?

AFP

Aðgerðir standa yfir í borginni Reims í Frakklandi, þar sem franskar sérsveitir eru taldar hafa haft uppi á mönnunum sem myrtu tólf manns í og við ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í dag.

Samkvæmt Telegraph er búið að bera kennsl á morðingjana. Tveir þeirra eru sagðir bræður, franskir ríkisborgarar að nafni Said og Cherif Kouachi, 34 og 32 ára.

Sá þriðji er Hamyd Mourad, 18 ára.

Samkvæmt Tel­egraph var Cherif dæmdur í þriggja ára fangelsi í tengslum við hryðjuverk árið 2008. Bræðurnir snéru aftur til Frakklands frá Sýrlandi sl. sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert