Kveikt í kirkjum í Níger

Kveikt hefur verið í að minnsta kosti tveimur kirkjum í höfuðborg Níger eftir hörð mótmæli gegn franska dagblaðsinu Charlie Hebdo. BBC segir frá þessu.

Mótmælin í dag hófust fyrir utan Niamey moskuna en þar þurfti lögregla að notast við táragas.  Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan moskuna og öskruðu „Guð er mikilfenglegur“ á arabísku. Í gær létust fjórir mótmælendur í borginni Zinder í mótmælum.

Sendiráð Frakklands í Níger hefur varað Frakka við því að fara út fyrir hússins dyr en Níger er fyrrum nýlenda Frakka.

Forsíða nýjust útgáfu Charlie Hebdo, sem kom út aðeins viku eftir að hryðjuverkamenn réðust á skrifstofu ritstjórnarinnar og myrtu tólf manns, sýndi skopmynd af spámanninum, haldandi á skilti þar sem á stóð „Ég er Charlie“.

Á meðan myndin hefur vakið aðdáun og athygli hefur hún vakið mikla reiði á meðal múslíma út um allan heim sem segja að myndin móðgi íslam. 

Dagblaðinu var einnig mótmælt á föstudaginn í Pakistan, Súdan og Alsír. Jafnframt var mótmælt í Sómalíu í dag. 

Kveikt var í að minnsta kosti tveimur kirkjum í dag. …
Kveikt var í að minnsta kosti tveimur kirkjum í dag. Þetta er ein þeirra. AFP
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert