Ráðamenn halda til Ríad

Þjóðarleiðtogar hafa fylkst til Ríad, höfuðborgar Sádí-Arabíu, til að votta Abdullah konungi virðingu sína en hann lést á fimmtudag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar meðal annars að stytta ferð sína um Indland til þess að geta hitt Salman, nýjan konung landsins, á þriðjudag.

Á meðal þeirra leiðtoga heims sem hafa lagt leið sína til Ríad eða eru væntanlegir eru David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Karl Bretaprins, François Hollande, forseti Frakklands, og Filippus sjötti Spánarkonungur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert