Telur það skyldu sína að segja frá útrýmingarbúðunum

Bróðir Elie Buzyn var drepinn fyrir framan hann og foreldrar hans enduðu líf sitt í gasklefanum í Auschwitz. Í hálfa öld var Buzyn of skaddaður á sálinni af reynslu sinni til að ræða um það sem gerðist í útrýmingarbúðunum en nú telur hann það skyldu sína að segja sögu sína.

Buzyn flutti til Frakklands eftir að hafa misst alla fjölskyldu sína af völdum nasista en sjálfur var hann ellefu ára þegar nasistar færðu hann í þrælkunarbúðir árið 1940.

„Þú getur ekki lifað ef þú lifir þessar minningar aftur á hverjum degi. Þess vegna hefur meirihluti fólksins ekki viljað tala um það í fimmtíu ár. Fólki finnst ómeðvitað að ef það talar um það muni það aldrei hverfa,“ segir Buzyn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert